Uncategorized

Þegar ég gerði sextape

Það var sumar, hlý en svöl sumarnótt. Ég var búin að drekka óhóflegt magn af áfengi en samt leið mér vel, nema í fótunum. Ég var búin að vera á tónleikum allt kvöldið í háum hælum. Ég var með vinum mínum og við héldum eftirpartý í Breiðholti. Við erum í góðum fíling, sólin ennþá uppi því hún settist aldrei. Svo hringir hann, strákur sem ég hafði verið að sofa hjá í góðann tíma. Ég veit ekki hvað það var, sumarið eða stemningin í partýinu, en ég var í ótrúlega góðu skapi, alveg til í að fara til hans, hann var með vini sínum.

Það leið ekki langur tími þangað til farið mitt var komið og ég mætt til strákanna. Þeir voru í góðum fíling líka, með mat og allt. Við vorum þrjú að dansa og borða, öll í mjög góðu skapi. Það er einhvað við sumarið á Íslandi, allir verða svo miklu skemmtilegri.

Ég veit ekki hvenær við fórum heim, skilin á nótt og degi voru lítil sem engin, við löbbuðum í rólegheitunum heim til hans, öll þrjú að skiptast á stút rauðvínsflösku sem við ætluðum sko að klára.

Vinurinn fer og ég og strákurinn löbbum aðeins lengra, loksins vorum við komin heim til hans, ég var orðin frekar þreytt í fótunum þó ég hefði skipt úr hælum yfir í inniskó.

Við komum inn í herbergi, þetta vanalega.. Hann sest á rúmið sitt og setur á tónlist, við töluðum alltaf mikið um tónlist. Svo kemur þessi rafmagnaða spenna, ég vil þig hér, strax. Við rífum hvort annað úr fötunum án þess að hika og allann tímann í sjóðandi heitum sleik.

Þetta var ekki nýtt, ég hafði sofið hjá honum oft áður, hvert skipti varð villtara en það seinasta.

Ég byrjaði yfirleitt sjálf á toppnum, fannst það gaman. Síminn minn pípir, ég fékk snapchat. Ég hundsa það en hann ekki, hann opnar símann minn og segir ‚‘ tökum myndband af okkur ‚‘. Í smástund hélt ég að hann væri að grínast, hann var líka að grínast fyrst, en augnsambandið á því momenti, ég fann að ég treysti honum svo ég samþykkti, með því skilyrði að það yrði tekið upp á minn eiginn síma.

Það seinasta sem ég vildi væri að einhver strákur væri með sextape af mér.

Hann byrjar að taka upp, hélt sjálfur á símanum á meðan ég sat ofan á honum, allt varð heitara, allt varð meira spennandi. Það var bókstaflega ekkert sparað, allt gert.
Áður en við vissum vorum við komin á golfið, en okkur var sama, það var mikilvægara það sem við vorum að gera heldur en staðreyndin að það hefði verið þæginlegra upp í rúmi.

Ég var komin sjálf með símann, myndavélin hélt áfram að rúlla og við komin aftur í rúmið.

Vá hvað þetta var gaman, ef mig minnir rétt þá fékk ég tvisvar fullnægingu á meðan.
Bæði úrvinda, þreytt en sæl setjum við á þátt og sofnum, eða rotumst.

Þegar dagurinn kemur og við vöknum, horfum á hvort annað „ fokk, við þurfum að eyða þessu núna“, ég fór beint í málið og við höldum áfram að sofa róleg… vitandi að vídjóið okkar væri horfið.

Það var ekki fyrr en nokkrum dögum seinna, ég fæ tilkynningu frá iCloud um að plássið þar sé að fyllast, og seinast hafi síminn uppfært sig klukkan 07:46 sl. Laugardag. FOKK. MYNDBANDIÐ INNI Á ICLOUD. Vandamálið var að ég komst ekki inn á mitt eigið iCloud því nokkrum árum áður hefðu apple ID aðgangar fjölskyldunnar ruglast saman.

Við tóku tveir sólahringar af panikki, ég var ekki með aðgang að þessu iCloudi í gegnum símann og átti ekki tölvu. Hins vegar voru stjúppabbi minn, litla systir og random 16 ára strákur sem keypti tölvuna mína nokkrum mánuðum fyrr, með aðgang að þessu. Helvítis.

Ég segi stráknum frá stöðunni, hann virtist ekki jafn stressaður og ég, enda kannski með minna að missa ef þetta myndi fara í dreyfingu. Eftir margar tilraunir gafst ég upp, ég sagði litlu systur minni frá svo hún gæti bjargað málunum, það tók hana enga stund. Sextapeið mitt farið, að eilífu, amen. Aldrei aftur.

Ætli hún hafi horft btw?…

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s