Uncategorized

Nennum við bara plís

Ég er þessi týbíska Íslenska stelpa, lifandi í þessu samfélagi þar sem virðist vera rosaleg kynlífs-menning. En þrátt fyrir það, þá virðist þetta vera mjög viðkvæmt málefni, ég skil það vel EN..

Verandi núna orðin eldri, með ágætis reynslu get ég ekki annað hugsað en WTF!

Hvar er fræðslan? Ég man ekki eftir því að hafa fengið aðra kynfræðslu en það að hvernig ætti að setja smokk á trébút sem átti að vera eins og typpi en var ekkert líkt því.
Passa að nota smokkinn, annars verðuru ólétt. En hvernig verður sæði bara að fóstri?
Passa að sýna strákum ekki of mikla athygli, það fælir þá í burtu.
Passa að sofa ekki hjá mörgum strákum, annars ertu slut. BTW afhverju er það slæmt?
Passa hvernig þú klæðir þig, ekki klæða þig of djarft.
Það truflar strákana.

Afhverju er það svo algengt að strákar tali um að stelpur séu auðveldar ef þær sofi strax hjá þeim? Eru þeir þá ekki líka auðveldir?
Og afhverju er talað um að fólk sé yfir höfuð auðvelt, er þetta einhvað próf eða keppni ?
Ef hún sefur strax hjá honum, getur ekki verið að það sé bara nákvæmlega það sem hún vildi?

Í langann tíma hélt ég að kynlíf snerist um að ríða þangað til að strákurinn fengi fullnægingu. Fannst það sjálfsagt mál. Þegar ég var yngri og nýbyrjuð að stunda kynlíf var strákum alveg sama um að ég fengi ekki fullnægingu. Alls ekki þeim að kenna, fræðslan er bara engin og enginn talar um þetta.

Það kemur að því að þeir fara að vilja að þú fáir fullnægingu, en kunna ekki að framkvæma hana, stundum reyndu þeir, stundum gekk það næstum því upp.. Oftast var það vont því þeir vissu ekki hvað þeir væru að gera og í fleiri ár en ég þori að viðurkenna feikaði ég þær. Ekki bara ég heldur allar stelpur sem ég hef nokkurn tímann talað við, feika fullnægingar einhvern tímann. Til þess að komast hjá augnablikinu um að finnast við gallaðar, eða vonbrigði fyrir strákinn..

Afhverju finna stelpur þörfina til þess? Líklega vegna þess að þær þorðu ekki að segja strákum hvað væri gott, eða hjálpa þeim að ná markmiðinu. Kannski vissum við það bara ekki sjálfar því engin talar um þetta við okkur.

Afhverju er ekki talað meira um kynlíf, sérstaklega fyrir ungt fólk að stíga sín fyrstu skref? Afhverju varð ég ólétt 18 ára án þess að vita hvað egglos væri og hvernig tíðahringurinn virkar. Hvernig átti ég að vita það? Þetta er ekki kennt í skólum og enginn talar um þetta. HA ?!

Þar sem á Íslandi eru one-night-stands svo fáranlega algeng að það er í alvöru klikkað að það sé ekki talað meira um þetta. Nennum við bara plís.

kara

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s