sögur

Fyrsta kynlífið eftir fæðingu

Hversu oft hefur maður heyrt talað um að eftir fæðingu yrðu gellur víðar? Það er án djóks ekki rétt. En það er samt alveg ástæða til þess að verða stressuð fyrir fyrsta kynlífinu eftir fæðingu, sérstaklega ef þú ert ekki í sambandi.

Hvað ef ég er of víð? Hvað ef mér finnst það vont? Hvað ef það blæðir? Hvað ef ég rifna?

Þetta eru allt alveg eðlilegar pælingar, ég meina hausinn hans Jóa var ekki nema 37 cm í ummáli!? Oft heyrði maður talað um að stelpur rifni að utan við fæðingu, þú veist.. þarna á milli legganga og rassgats. Það var ekkert sem ég hræddist jafn mikið og það. En ég rifnaði ekki þar, ég rifnaði INNÍ leggöngunum, ha? Hver rifnar bara þar inní?

Það þurfti allavega að sauma, svo tekur úthreinsun við.. Geggjað, stanslausar blæðingar í margar vikur. Líkaminn á svo að sjá um það sjálfur að ganga til baka.

En þegar þú ert ekki í sambandi og það kemur að fyrsta kynlífinu eftir fæðingu, hvað ef einhvað mun klikka? Ég var allavega mjög stressuð, ekki vildi ég fara á djammið og fara heim með random gaur, því hvað ef ?

Ég tel mig hafa verið heppna, ég á góðann vin, sem ég hef þekkt í fleiri ár en ég nenni að telja. Missti meydóminn með honum, það mörg ár. Hann kom keyrandi í Borgarnes, bara til þess að gista, planið var aldrei að ríða. Fyrr um daginn hafði ég sagt honum hvað mig langaði mikið í ís. Klassísk Kara, alltaf ís..  

Hann kemur, smá seint því hann hafði verið fastur í auglýsingatökum lengur en planið var, og við fórum bara upp í rúm til að sofa. Allt í einu stekkur hann upp og segir ” æ ég gleymdi ég kom með gjöf ” , dregur upp ís, svona gervi-ís sem hann bjó til fyrr um daginn á tökustað.

Þetta er grínlaust bara eitt það sætasta sem strákur hefur gefið mér, vegna þess að þetta var svo tilgangslaust en svo krúttlegt einhvað. Þarna fann ég bara að ég væri algjörlega tilbúin í þetta og hvað þá með einhverjum sem ég treysti svona vel.

Það gekk mjög vel, reyndar bara kom okkur báðum á óvart, ég var ekkert víð. Hann meira að segja sagði ” bíddu varstu ekki að fæða barn ” . Þetta var smá vont fyrst, neita því ekki, smá eins og að missa meydóminn aftur.

Ég mæli með því allar fyrir stelpur ekki í sambandi að fyrsta skiptið eftir fæðingu sé ekki undir áhrifum áfengis né með einhverjum random. Ég er mjög fegin og þakklát.


Því hvað ef? 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s