sögur Uncategorized

Fyrir mig og vinkonur mínar

Ég gerði mér aldrei almennilega grein fyrir því hversu stórt bloggið gæti orðið. Ég bara einfaldlega er enn að reyna átta mig á því. Nokkrir dagar og 14.000 heimsóknir.

Þetta er bilað eldfimt málefni nefninlega, og það þarf að hafa mikinn kjark til að gera þetta. Ég hef alltaf verið ótrúlega samkvæm sjálfri mér kynferðislega, og hef mikinn kjark í þetta verkefni.

Um helgina þurfti ég tvisvar, að bókstaflega berja menn frá mér sem voru óþægilega ákafir, þeir bara ætluðu að ná mér, aldrei hitt þessa menn áður.

Ekki í dag vinir. Eins og ég sagði hef ég alltaf verið mjög samkvæm sjálfri mér og í mörg ár verið klettur vinkvenna minna.

Ég verð svo leið, afhverju haga sumir sér svona? Þetta hræðir mig smá, það er líka bara ekkert skrítið. Það væri svo auðvelt að hætta, núna áður en viðbrögðin verða sterkari.

Ég ætla ekki að gera það.

Ég er enn ákveðnari með áframhaldið, með nóg af skemmtilegu efni, sem mun vonandi hjálpa stelpum/strákum sem skortir traustið til að vera samkvæm sjálfum sér í kynlífi.

Þetta er fyrir vinkonu mína sem ég þurrkaði blóðið af, þetta er fyrir vinkonu mína sem ég lét handtaka gaur fyrir, þetta er fyrir allar vinkonur mínar sem leita til mín með öll kynferðisleg mál, góð og slæm.

Þetta er fyrir 12 ára mig sem var misnotuð og komst hjá nauðgun með því að hlaupa, hratt og ekki líta aldrei til baka.

Aldrei hætta að treysta sjálfum þér, aldrei leyfa neinum að brjóta þig niður, plís ❤️

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s