sögur

Getnaðarvarnir eru CRAP

Þessi færsla er auðvitað bara mitt álit og mín reynsla, ég geri mér grein fyrir því að getnaðarvarnir séu góðar fyrir marga.

Getnaðarvarnir, hvaða pillu ertu á? Hvenær byrjaðirðu á pillunni?

Mín getnaðarvarnarsaga er einhvað, ég byrjaði fyrst á pillunni 15 ára í byrjun sumars, ég var komin í samband og því sjálfsagt mál að byrja á pillunni! Oj, þvílíkur viðbjóður.. mér blæddi í heilt sumar, mér fannst það ekki eðlilegt. En allir fullorðnir sem ég ræddi þetta við og kvartaði í yfir blæðingunum sögðu mér að þetta væri eðlilegt, blæðingin myndi hætta og ég þyrfti bara að þrauka aðeins lengur.

Það var ekki fyrr en í lok sumars að pabbi minn var í heimsókn á Íslandi, með okkur á rúntinum og ætlaði með okkur systur í sund, ég segi að ég geti ekki komið með. Mér fannst örlítið vandræðalegt á þeim tíma að ræða blæðingar við pabba minn svo ég sagði ekki ástæðuna. En hann náði því upp úr mér og spyr mig svo bara hvort ég verði ekki búin á þeim áður en hann færi aftur út, við myndum bara fresta sundferðinni þangað til? Ég segi bara að ég sé búin að vera á blæðingum síðan í lok maí og hreinlega hafi ekki hugmynd um hvenær þær myndu hætta.. Þetta var um miðjann Ágúst.

Hann tók bara U-beygju og fór með mig beint á læknavaktina, enda var þetta ekki eðlilegt. Ég var látin hætta strax á þessari tegund af pillu og sett á aðra. Jú blæðingarnar hættu. EN guð minn góður hvað skapið mitt breyttist. Þvílíku skapsveiflurnar, þeirri pillu var ég samt á í sirka 2 ár, tók svo getnaðarvarnar pásu sem að sjálfsögðu á endanum varð til þess að ég varð ólétt.

Eftir að hafa gengið í gegnum fæðingu var ég staðráðin í því að þetta ætlaði ég sko ekki að gera aftur, svo um leið og úthreinsun kláraðist var ég mætt til læknis að skella hormónalykkjunni upp. Ég var með hormónalykkjuna í tæp tvö ár. Fyrstu 8 mánuðina var ég með random blettablæðingar, en ég lét mig hafa það því ég ætlaði sko ekki að fæða annað barn.

Um seinustu áramót veiktist ég ótrúlega mikið, ég fékk nokkra hnúta og sár á brjóstin, bæði utan á og inn í. Það blæddi úr brjóstunum mínum í nokkra daga á þessum tíma. Það var ógeðslega vont, ég gat varla verið með barnið mitt, mátti ekki vinna á tímabili, gat ekki staðið, gat ekki setið, gat ekki sofið. Þvílíkur sársauki. 

Ég var sett á allskonar lyf, sýklalyf og sterk verkjalyf til að reyna hjálpa mér að sofa. Ekkert virkaði, á endanum var mér hent í krabbameinsrannsóknir. Það var svona það eina sem var eftir á check-listanum hjá læknunum.

Nei ég var ekki og er ekki með krabbamein, heldur kemur í ljós að þetta var hormónalykkjan? Ég skil ekki enn afhverju þetta gerðist, en nokkrum klukkustundum eftir að hún var tekin úr mér voru allir hnútar og sár horfin. Þetta tók ekki nema tvo mánuði. TVO MÁNUÐI. Og þvílíkur léttir andlega, ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif þessi lykkja hafði á mig.

Ég óska þess að ég gæti verið á getnaðarvörn, en ég vil frekar andlega og líkamlega heilsu svo ég er það ekki, ég er hrædd við getnaðarvarnir, ég vil ekki gera sjálfri mér það strax aftur.

Frekar að nota smokk, og fara langar leiðir til að koma í veg fyrir óvelkomna óléttu.

Pæliði samt í þessu, allar getnaðarvarnir hafa svo ótrúlega marga leynda kvilla, og þetta erum við bara í alvöru að kjósa að gera okkur frá því í grunnskóla? Og mjög margar vinkonur mínar eru algjörlega sammála mér, en samt margar af þeim láta sig hafa þetta rugl?

Nei takk, ekki fyrir mig.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s