kynlíf

Egglos? Hvað er það samt og hver ber ábyrgðina?

Það er ótrúlega margt sem ég óska þess að ég hefði vitað, sem ég óska þess að væri kennt í skólum. Ég er búin að ræða þetta við nokkrar vinkonur mínar og ég ætla birta nokkrar færslur á næstunni um aðalatriðin sem við óskum þess að einhver hefði kennt okkur.

Egglos!!

Hvað er egglos?Í alvöru, ég sat inni í herbergi með lækni, 18-19 ára, að fá þær fréttir að ég væri ólétt. Og það fyrsta sem hún spyr mig er hvenær ég var seinast á blæðingum. Svo kemur hún með einhverja óskiljanlega reikniformúlu um hversu langt ég var gengin, og nefnir að ég hafi orðið ólétt á egglosi.

Sorry en hvað er egglos? Ég veit að ég er ekki heimsk, flestar vinkonur mínar sem hafa líka verið óléttar höfðu ekki hugmynd um hvað egglos væri. Það er ekki kennt í skólum? En þegar maður veit hvað það er þá meikar það mikinn sens. Og meikar eiginlega ekki sens að þetta sé ekki kennt.

Egglos á sér oftast stað í miðjum tíðahring, gróflega reiknað 2 vikum eftir fyrsta dag seinustu blæðinga, 2 vikum fyrir næstu blæðingar. Þegar egglosið er eru langmestu líkurnar á því að verða ólétt, því eggið vill frjóvga sig. Það eru nokkrir dagar til og frá sem eru hættudagar, því sæði getur auðvitað lifað í nokkra daga inni í manni. Ef eggið frjóvgast ekki þá byrja blæðingar.

Þetta hljómar svo basic, allir ættu að vita þetta, en það er bara ekki raunin. 

Eflaust margir sem lesa þetta og hugsa, þvílíka vitleysan að vita ekki hvað egglos er.
En er það í alvöru vitleysa? Er þetta kennt? Fæðumst við bara með þessa vitneskju?

Ég vil taka það fram að ég er ekki neinn sérfræðingur, ég vill bara að allar stelpur sem eru kynþroska læri um þetta. Ég sjálf sökk mér ofan í lestur um þetta á sínum tíma, mér fannst magnað að ég vissi þetta ekki. 

Ég vona að kynfræðslur grunnskóla á Íslandi séu orðnar skárri en þær voru þegar ég var, en mig grunar að það sé ekki málið. Hver ber ábyrgð á að fræða?

2 comments

  1. Þetta var mér kennt í skóla (er 34 ára) og ég kenndi þetta í vettvangsnámi fyrir ca 3 árum síðan í 9 bekk. Svo kannski skólinn þinn, misst af þessum tíma, gleymt þessu, ekki heyrt eða eitthvað þannig. Alveg farið í lengd tíðahrings, egglos, hvenær mestu líkur á getnaði osfrv.
    Já og drengurinn minn í 3ja bekk lærði um eggfrumur og sæðisfrumur í fyrra og um hvernig börn verða til.
    Lærði svo um þetta líka í liffræðitíma á fyrsta eða öðru ári í framhaldsskóla.
    Þetta kemur samt reglulega upp að mér finnst umræða um að bæta þurfi kynfræðsla í skólum.

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s